Sony Xperia XA Ultra - Hvers vegna þarf ég Google™‎ reikning?

background image

Hvers vegna þarf ég Google™ reikning?

Xperia™ tækið þitt frá Sony keyrir á Android™ stýrikerfinu Google™ sem Google þróaði.

Úrval Google™ forrita og þjónustu er tiltækt í tækinu þínu þegar þú kaupir það, t.d.

Gmail™, Google Maps™, YouTube™ og Play Store™ forritið, sem veitir þér aðgang að

Google Play™ vefversluninni þar sem Android™ forrit eru sótt. Til að fá sem mest út úr

þessu þarftu Google™ reikning. Til dæmis gerir Google™ reikingur þér kleift að gera

eftirfarandi:

Sækja og setja upp forrit frá Google Play™.

Samstilla tölvupóst, tengiliði og dagbók með Gmail™.

Spjalla við vini með forritinu Hangouts™.

Samstilla vafrasöguna og bókamerkin þín með Google Chrome™ vefvafra.

Auðkenna þig sem notanda með heimild eftir hugbúnaðarviðgerð með Xperia™

Companion.

Finna, læsa eða hreinsa glatað eða stolið tæki úr fjarlægð með því að nota my Xperia™

eða Android™ Device Manager þjónustu.
Fyrir meiri upplýsingar um Android™ og Google™ skaltu fara á

http://support.google.com

.

Það er mikilvægt að þú munir notandanafn og lykilorð að Google™ reikningnum þínum. Í

sumum tilvikum gætirðu þurft að auðkenna þig af öryggisástæðum með Google™ reikningnum

þínum. Ef þér mistekst að gefa upp notandanafn og lykilorð að Google™ reikningnum þínum í

slíkum aðstæðum læsist tækið þitt. Einnig, ef þú ert með fleiri en einn Google™ reikning,

gakktu úr skugga um að þú sláir inn upplýsingar um viðkomandi reikning.

Google™ reikningur settur upp í tækinu

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Reikningar og samstilling > Bæta við reikningi >

Google.

3

Fylgdu skráningarhjálpinni til að búta til Google™ reikning eða skráðu þig inn ef þú

ert nú þegar með reikning.

Einnig er hægt að skrá sig inn á eða stofna Google™ reikning í uppsetningarhjálpinni í fyrsta

sinn sem þú ræsir tækið. Þú getur einnig farið á netið og búið til reikning á

www.google.com/accounts

.

9

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Google™ reikningur fjarlægður

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Pikkaðu á

Stillingar >Reikningar og samstilling >Google.

3

Veldu Google™ reikninginn sem þú vilt fjarlægja.

4

Pikkaðu á >

Fjarlægja reikning.

5

Pikkaðu aftur á

Fjarlægja reikning til að staðfesta.

Ef þú fjarlægir Google™ reikninginn verða þeir öryggiseiginleikar sem eru tengdir við Google™

reikninginn ekki lengur aðgengilegir.

Ef þú ert að lána einhverjum tækið þitt til að nota yfir lengri tíma er mælt með því að þú stofnir

gestareining fyrir hinn notandann, og setjir upp skjálás til að vernda þinn eigin

notandareikning.

10

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.