Sony Xperia XA Ultra - Öryggisafritun og endurheimt efnis

background image

Öryggisafritun og endurheimt efnis

Almennt ættir þú ekki að vista myndir, myndskeið og annað persónulegt efni eingöngu í

innra minni tækisins. Ef tækið verður fyrir tjóni, týnist eða er stolið er ekki hægt að

endurheimta gögn sem vistuð eru í innra minni þess. Mælt er með því að nota Xperia™

Companion-hugbúnaðinn til að taka öryggisafrit sem vista gögnin þín á öruggan hátt í

ytra tæki. Sérstaklega er mælt með þessari aðferð ef þú uppfærir hugbúnað tækisins í

nýrri útgáfu af Android.
Mælt er með því að tekið sé öryggisafrit af gögnum með Xperia™-öryggisafritunar- og

endurheimtarforritinu áður en skipt er yfir í sjálfgefnar stillingar. Með þessu forriti er hægt

að taka öryggisafrit af gögnum á netreikning, á SD-kort eða á ytra USB-geymslutæki sem

tengt er við tækið þitt með USB-millistykki:
Með Google-öryggisafrita- og endurheimtarforritinu geturðu búið til öryggisafrit af

gögnum á Google-þjóni.

Öryggisafrit gagna vistuð í tölvu

Notaðu Xperia™ Companion hugbúnaðinn til að taka öryggisafrit af gögnum úr tækinu
þínu í PC eða Apple

®

Mac

®

tölvu. Þú getur tekið öryggisafrit af eftirfarandi tegundum

gagna:

Tengiliðir og hringingar

Textaskilaboð

Dagbók

Stillingar

Margmiðlunarskrár eins og tónlist og myndskeið

Ljósmyndir og myndir

39

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Öryggisafrit af gögnum búin til í tölvu

1

Opnaðu skjáinn á tækinu og tengdu það við tölvuna með USB-snúru.

2

Opnaðu Xperia™ Companion-hugbúnaðinn í tölvunni, fari hann ekki sjálfkrafa í

gang. Eftir stutta stund greinir tölvan tækið. Gættu þess að velja stillinguna

Skráaflutning (MTP) í tækinu.

3

Smelltu á

Öryggisafrit á aðalskjá Xperia™ Companion.

4

Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að taka öryggisafrit af gögnum í tækinu þínu.

Ef Xperia™ Companion er ekki uppsett þarftu að setja það upp þegar þú tengir tækið við

tölvuna.

Gögn endurheimt með tölvu

1

Opnaðu skjáinn á tækinu og tengdu það við tölvuna með USB-snúru.

2

Opnaðu Xperia™ Companion-hugbúnaðinn í tölvunni, fari hann ekki sjálfkrafa í

gang. Eftir stutta stund greinir tölvan tækið. Gættu þess að velja stillinguna

Skráaflutning (MTP) í tækinu.

3

Smelltu á

Endurheimta á aðalskjá Xperia™ Companion.

4

Veldu öryggisafritaskrá og pikkaðu síðan á

Næsta og fylgdu skjáleiðbeiningum til

að endurheimta gögn á tækið þitt.

Ef Xperia™ Companion er ekki uppsett þarftu að setja það upp þegar þú tengir tækið við

tölvuna.

Öryggisafrit af gögnum tekið með Xperia™ öryggisafrita- og

endurheimtingarforriti

Með því að nota Xperia™ öryggisafrita- og endurheimtingarforritið geturðu búið til afrit af

gögnum á netinu eða staðbundið. Til dæmis geturðu tekið öryggisafrit af gögnum

handvirkt eða kveikt á sjálfvirkri öryggisafritun til að vista gögn reglulega.
Mælt er með því að tekið sé öryggisafrit af gögnum með Xperia™ öryggisafrita- og

endurheimtingarforritinu áður en tækið er grunnstillt. Með forritinu er hægt að taka

öryggisafrit af eftirfarandi tegundum gagna á netreikning, á SD-kort eða á ytra USB-

geymslutæki sem tengt er við tækið þitt með USB-millistykki:

Bókamerki

Tengiliðir og símtalaskrá

Samtöl

Dagbókargögn

Pósthólf

Wi-Finetkerfi

Stillingar tækis

Forrit

Útlit Xperia™ heimaskjás

Öryggisafrit af efni vistað á reikningi á netinu

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggisafrit og núllstilling.

3

Til að virkja sjálfvirka öryggisafrita valkostinum pikkarðu á

Sjálfvirk öryggisafritun

og síðan á aflrofann.

4

Til að virkja handvirka öryggisafritun pikkarðu á

Fleira > Handvirk öryggisafritun.

5

Undir

Hvar skal geyma skrár pikkarðu á Velja geymslu > Netreikningur.

6

Ef beðið er um það skaltu lesa viðeigandi skilmála og pikka á

Ég samþykki og

fylgja leiðbeiningunum á skjánum til að skrá þig inn á Google™ reikninginn þinn.

7

Veldu þær gagnategundir sem þú vilt taka til öryggisafrit af og pikkaðu svo á

Öryggisafrit.

40

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Eiginleiki fyrir sjálfvirka öryggisafritun settur upp

1

Ef þú ert að taka öryggisafrit af efni til að geyma í USB-geymslu þarf að tryggja að

geymslan sé tengd við tækið með USB-millistykki. Gakktu úr skugga um að SD-

kortið sé sett rétt í tækið ef þú gerir öryggisafrit á SD-kort. Ef þú ert að vista

öryggisafrit af efni á reikningi á netinu þarftu að gæta þess að skrá þig inn á

Google™ reikninginn þinn.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggisafrit og núllstilling.

4

Undir

Xperia™ öryggisafritun og endurheimt pikkarðu á Sjálfvirk öryggisafritun.

5

Til að kveikja á sjálfvirkri öryggisafritun pikkarðu á kveikja/slökkva-takkann.

6

Veldu tíðni afritunar, hvar þú vilt vista skrárnar, tímasetningu og tegundir gagna

sem þú vilt taka öryggisafrit af.

7

Stillingar eru vistaðar með því að pikka á .

Öryggisafrit tekið af efni handvirkt

1

Ef þú ert að taka öryggisafrit af efni til að geyma í USB-geymslu þarf að tryggja að

geymslan sé tengd við tækið með USB-millistykki. Ef þú ert að taka öryggisafrit á

SD-kort þarftu að tryggja að SD-kortið sé rétt sett í tækið. Ef þú ert að vista

öryggisafrit af efni á reikningi á netinu þarftu að gæta þess að skrá þig inn á

Google™ reikninginn þinn.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggisafrit og núllstilling.

4

Undir

Xperia™ öryggisafritun og endurheimt pikkarðu á Fleira.

5

Pikkaðu á

Handvirk öryggisafritun og veldu svo áfangastað og tegund gagna sem

þú vilt taka öryggisafrit af.

6

Pikkaðu á

Öryggisafrit.

7

Þegar búið er að gera öryggisafrit af gögnum pikkarðu á

Ljúka.

Öryggisafritsskrá breytt

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggisafrit og núllstilling.

3

Undir

Xperia™ öryggisafritun og endurheimt pikkarðu á Fleira.

4

Pikkaðu á

Breyta öryggisafriti, veldu síðan öryggisafritunarheimild og tegund

gagna sem þú vilt eyða.

5

Pikkaðu á

Eyða gögnum.

6

Pikkaðu á

Í lagi til að staðfesta.

7

Eftir að gögnunum er eytt pikkarðu á

Ljúka.

Efni sem búið er að taka öryggisafrit af endurheimt

1

Ef þú ert að endurheimta efni úr USB-geymslu þarf að tryggja að geymslan sé

tengd við tækið með USB-millistykkinu. Ef þú ert að endurheimta efni af SD-korti

þarftu að tryggja að SD-kortið sé rétt sett í tækið. Ef þú ert að endurheimta efni af

reikningi á netinu þarftu að gæta þess að skrá þig inn á Google™ reikninginn þinn.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggisafrit og núllstilling.

4

Undir

Xperia™ öryggisafritun og endurheimt pikkarðu á Endurheimta gögn og

velur svo uppruna og gerð gagnanna sem þú vilt endurheimta.

5

Pikkaðu á

Endurheimta gögn.

6

Þegar efni er endurheimt pikkarðu á

Ljúka.

Mundu að öllum breytingum sem þú gerir á gögnum og stillingum eftir að þú býrð til

öryggisafrit, m.a. forritum sem sækir, verður eytt meðan á endurheimtingarferlinu stendur.

Öryggisafrit af gögnum tekið með Google öryggisafrita- og

endurheimtingarforriti

Með Google öryggisafrita- og endurheimtingarforritinu geturðu vistað öryggisafrit af

gögnum á Google þjón. Þú getur einnig kveikt á sjálfvirkri endurheimt til að endurheimta

gögn og stillingar þegar þú setur upp forrit upp á nýtt.
Með þessu forriti geturðu tekið öryggisafrit af eftirfarandi tegundum gagna:

41

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Forrit

Bókamerki

Wi-Finetkerfi

Aðrar stillingar

Öryggisafrit gagna búin til á reikning á netinu

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggisafrit og núllstilling.

3

Undir

Google™ öryggisafritun og endurheimt, pikkaðu á Taka öryggisafrit af

gögnum og dragðu sleðann til hægri.

Sjálfvirk endurheimt virkjuð þegar forrit er sett upp að nýju

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggisafrit og núllstilling.

3

Undir

Google™ öryggisafritun og endurheimt dregurðu sleðann við hliðina á

Sjálfvirk endurheimt til hægri.

42

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.