Stillingar myndupptökuvélar
Til að stilla stillingar upptökuvélarinnar
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Strjúktu að
.
3
Pikkaðu á til að birta stillingar.
4
Veldu stillinguna sem þú vilt breyta, breyttu henni síðan.
101
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Yfirlit yfir stillingar myndupptökuvélar
Umhverfisval
Umhverfisvalið gerir þér kleift að setja upp myndavélina á fljótlegan hátt fyrir algengar
aðstæður með því að nota forstilltar umhverfisstillingar. Hver umhverfisstilling er hönnuð til
að framleiða bestu gæði myndbands og mögulegt er í tilteknu upptöku umhverfi.
Slökkt
Slökkt er á umhverfisstillingu og þú getur tekið upp myndskeið handvirkt.
Mjúk smella
Notað fyrir töku myndskeiðs gegn mjúkum bakgrunnum.
Landslag
Notað fyrir landlagsmyndskeið. Myndavélin stillir fókus á fjarlæga hluti.
Næturmynd
Þegar næturstillingin er virk er ljósnæmi aukið. Notað í illa lýstu umhverfi. Myndskeið af hlutum á mikilli
hreyfingu gætu orðið óskýr. Haltu hendinni stöðugri eða notaðu stuðning. Slökktu á næturstillingunni
þegar birtuskilyrði eru góð til að bæta myndgæðin.
Strönd
Notað fyrir myndskeið af umhverfi við sjó eða vatn.
Snjór
Notað við bjartar aðstæður til að koma í veg fyrir yfirlýstar hreyfimyndir.
Íþróttir
Notað fyrir myndskeið af hlutum á mikilli hreyfingu. Stuttur lýsingartími dregur úr óskýrleika vegna
hreyfingar.
Partí
Notað við upptöku myndskeiða innandyra í illa lýstu umhverfi. Þetta umhverfi nemur bakgrunnsljós eða
kertaljós innandyra. Myndskeið af hlutum á mikilli hreyfingu gætu orðið óskýr. Haltu hendinni stöðugri
eða notaðu stuðning.
HDR-myndskeið
Notaðu HDR (hátt virkt svið) stillinguna til að taka mynd á móti sterkri baklýsingu eða við
aðstæður þar sem birtuskilin eru skörp. HDR bætir upp fyrir tapið á smáatriðum og gefur
mynd sem endurspeglar bæði ljós og dökk svæði.
Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni
Handvirkt .
Myndskeiðsupplausn
Stilltu upplausn myndskeiða fyrir mismunandi snið.
Full háskerpa (30 r./sek.)
1920×1080(16:9)
Fullt HD (fullt háskerpu) snið með 30 r. á s. og 16:9 myndhlutfalli.
HD
1280×720(16:9)
HD (háskerpu) snið með 16:9 myndhlutfalli.
VGA
640×480(4:3)
VGA snið með 4:3 myndhlutfalli.
Margmiðlunarskilaboð
Taktu upp myndskeið sem henta til að senda í margmiðlunarskilaboðum. Upptökutími þessa myndsniðs er
takmarkaður svo myndskeiðsskrár passi í margmiðlunarskilaboð.
Hlut fylgt eftir
Þegar þú velur hlut með því að snerta hann í myndglugganum fylgir myndavélin honum
fyrir þig.
102
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
SteadyShot™
Erfitt getur verið að halda tækinu stöðugu þegar myndskeið er tekið upp. Hristivörnin
dregur úr áhrifum vegna smávægilegra hreyfinga handarinnar.
103
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.